Hallir fasteignamiðlun ehf kynnir eignina Valhallarbraut 757, 262 Reykjanesbær, nánar tiltekið eign merkt 01-12, fastanúmer 251-1373 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Valhallarbraut 757 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 251-1373, birt stærð 42.0 fm.
Snotur eign í fjölbýli sem er vel við haldið og í góðu standi að öllu leyti. Með góðu fólki.
Í
sameign er geymsla fyrir íbúðina.
Rusl er í snyrtilegri geymslu í húsinu. Þá er
hjólageymsla, kerru- og vagnageymsla í sér byggingu við húsið.
Eignin:
Forstofa er með nýjum flísum. Þar er hólf fyrir þvottavél og þurkara.
Svefnherbergi er sér og gengið beint í það beint úr forstofu. Á því er hurð. Veggurinn sem skilur það frá stigangi hússins er endurbyggður og vel hljóðeinangraður.
Baðherbergi með baði er mjög gott. Innrétting er góð.
Eldhús,
stofa og
borðstofa eru í einu rými til vinstri þegar gengið er inn í forstofuna. Eldhúsinnrétting er talsvert endurnýjuð. Þar er plastparket á gólfi sem er komið til ára sinna.
Gluggar eru allir í góðu standi. Íbúðin er björt og hlýleg.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Árni Halldórsson í síma 6187272, tölvupóstur
[email protected] og Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir , í síma 7791929, tölvupóstur
[email protected].
Vinsamlega bókið skoðun.