Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um þjónustu gildi fasteignasala nema annað hafi verið umsamið.
Einkasala er 1,95% auk vsk.
Almenn sala er 2,5% auk vsk.
Sala sumarhúsa 3% af söluverði auk vsk.
Sala félaga og atvinnufyrirtækja 5% af heildarvirði, þ.m.t. birgðir, gagnaöflunargjald auk vsk.
Lágmarksþóknun er kr. 700.000.- auk vsk og gagnaöflunargjalds.
Skjalafrágangur er 1% af söluverði eignar auk vsk. En þó aldrei lægri en kr. 650.000.- auk vsk.
Makaskipti 1,5% auk vsk.
Gagnaöflunargjald til fasteignasölu kr. 84.900.- með vsk.
Kaupendaþóknun til fasteignasölu kr. 79.000.- með vsk.
Sala á bifreiðum eða lausafé 3% auk vsk, lágmarksþóknun er þó aldrei lægri en kr. 100.000,- auk vsk.
Skriflegt verðmat íbúðarhúsnæðis kr. 55.000,- með vsk
Skriflegt verðmat atvinnu- og iðnaðarhúsnæðis kr. 125.000,- með vsk.
Hugtakið skjalafrágangur er átt við að fasteignasalan annist frágang kaupsamnings, afsals og annarra skjala sem þurfa ber,
enda liggi fyrir samkomulag milli kaupanda og seljanda um verð, greiðslukjör og afhendingu fasteignarinnar.
Stimpilgjald sem kaupandi greiðir til sýslumanns miðast við fasteignamat.
Þeir kaupendur sem eru að kaupa í fyrsta skipti greiða 0,4% af fasteignamati eignarinnar.
Aðrir kaupendur greiða 0,8% og Fyrirtæki greiða 1,6% af fasteignamati.