Brákasund 3, 310 Borgarnes
64.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
0 m2
64.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Hallir Fasteignamiðlun ehf. kynnir í samstarfi við Borgarskjól og Hoffell ehf. nýjar íbúðir í einkasölu að Brákasundi 1-3, Borgarnesi: 
Allar nánari upplýsingar gefur Heiða LGF í síma 779-1929 eða á netfangið [email protected]


Brákarsund 1-3 - Skilalýsing
Hoffell ehf. er lóðarhafi og byggingaraðili . Hoffell ehf hefur góða reynslu af byggingu íbúðarhúsnæði
á eigin vegum og fyrir leigufélög til fjölda ára. Fyrirtækið leggur áherslu á vandaðar íbúðir með
umhverfisvænum og sjálfbærum lausnum.
Aðalhönnuður: Sigríður Maack hjá Arktika arkitektar.
Verkhof ehf. sér um hönnun burðavirkis og lagna. TT Hönnun sá um raflagnahönnun.

Almenn lýsing húsnæðis
Húsið er fjórbýlishús á tveimur hæðum skv. aðaluppdráttum Arktika arkitekta og Urbanhus AS.
Húsið er byggt úr timbureiningum með steyptum undirstöðum og er reist á staðsteypta plötu.
Timbureiningar eru með innbyggðri einangrun og er klætt að utan með liggjandi timburklæðningum.
Íbúðirnar fjórar eru fullfrágengnar með gólfefnum. Baðherbergi, þvottarými og anddyri eru með
flísalögð gólf og veggir baðherbergis flísalagðir að hluta. Önnur gólf eru parketlögð.

Stærðir íbúða eru 90 fm á neðri hæð en 67,7 fm á efri hæð.
Húsið er með 4 bílastæðum á lóð en önnur stæði eru við götu. Bílastæði við hlið húss eru ekki
séreign neinnar íbúðir.
Íbúðirnar eru byggðar í samræmi við byggingareglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum þegar
byggingarleyfi framkvæmdarinnar var samþykkt.

Frágangur innanhúss
Veggir og loft eru sparslaðir og málaðir meðl lofta- og veggjamálningu. Litur er málarahvítt.
Hita og neysluvatnslagnir eru samkvæmt teikningu hönnuðar. Íbúðir á eftir hæð eru hitaðar með
ofnum frá Ofnasmiðju Reykjavíkur með framrásarlokum. Íbúðir á neðri hæð eru með gólfhita og
thermostýringu. Handklæðaofnar eru í baðherbergjum.
Öll gólf utan anddyris, inntaksrýma, bað og þvottarýma, eru með 8 mm harðparketi með undirlagi.
Gólf og hluti veggja baðherbergis, gólf anddyris og gólf þvottarýmis eru flísalögð með gráum 60x60
flísum eða sambærilegt. Sturtubotn er á sturtusvæði.
Innihurðir eru frá Birgisson, Perfect-H hvítar og yfirfelldar. Þröskuldur er á hurð inn á bað.
Innréttingar, þ.e. eldhús, bað og skápar við inngang og hjónaherbergi eru frá HTH og keypt í
Ormsson. Eldhústæki eru af gerðinni AEG frá Ormsson og gildir almenn ábyrgð framleiðanda af
tækjunum.
Þvottarými eru óinnréttuð með tengingu fyrir þvottavél og þurrkara (ekki útsog fyrir þurrkara).
Í mannvirkinu verður loftskiptakerfi með endurvarma sem tryggir loftgæði þess. Um leið verður
hitastjórnun í húsinu betri og varmendurvinnsla í samstæðu tryggir umtalsverðan orkusparnað
ásamt því að ekki er þörf á því að opna glugga, því berst ekki hljóð og ryk inn um þá þannig að
sparnaður verður einnig í þrifum.

Frágangur utanhúss
Timburklæðningar eru kjarnafura með innþrýsta brunavörn, viðhaldslítið efni og má grána með
tímanum.
Þak er loftað þak, með vinddúk á sperrum, lektum og krossvið. Ofan á krossvið er asfaltdúkur og
bárujárn ásamt flasningum í kring. Burðarvirki svala eru úr timbureiningum. Undir trépalli er
afrennsli með rennslishalla sem leitt er í niðurföll. Handrið á útitröppur í svörtum lit. Gluggar koma
frá Gilje AS í Noregi og eru þeir settir í timbureiningar í verksmiðju. Gluggarnir eru trégluggar, klæddir
með ál að hluta, svartir að utan og að innan. Útidyrahurðir eru með 3 punkta læsingu og eru
svartmálaðar að innan og utan.

Lóðafrágangur.
Lóðin er þökulögð en hellulagt er að framan móts við innanga og við stiga. Sérafnotareitir eru
hellulagðir. Lögð eru ídráttarrör frá inntaksrými að bílastæðum fyrir mögulega rafhleðslu við
bílastæði og skilast lóðin án frágangs hleðslustöðva. Sorptunnuskýli eru utandyra og sameiginleg.

Frábær staðsetning og einstakt sjávarútsýni
Nánari upplýsingar veitir; Heiða Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 7791929 eða á netfanginu [email protected].


Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun ehf því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.