EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM GREIÐSLUMAT
Hallir fasteignamiðlun kynnir í einkasölu: Fallegt og vel skipulagt 3.- 4. herb. parhús með bílskúr, sem búið er að breyta í vinnustofu. Fallegur gróninn afgirtur garður bak við hús. Frábær staðsetning þar sem stutt er úr á stoðbrautir og verslanir og þjónustu. Heildarflatamál eignarinnar er 161,40 fm, þar af er bílskúr 25,90 fm. Möguleiki er á að leigja út bílskúr/vinnustofu. Aðkoma að húsinu er góð og er rúmgott bílastæði fyrir framan húsið auk stæðis við bilskúr. Eignin hefur verið endurnýjuð að hluta, árið 2018 voru skólplagnir endurnýjaðar úr gamla eldhúsinu (nú biðstofa) og út í götu, árið 2022 var þakið yfirfarið og skipt um þakjárn og þakrennur á húsi og á bílskúr. Neyslulagnir voru endurnýjaðar 2021 á fyrstu hæð og lagðar upp á efri hæð. Árið 2021 var bílskúrshurð fjarlægð og settur upp veggur með hurð og glugga. Búið er að opna á milli bílskúrs og rýmis sem var eldhús og sett upp eldvarnarhurð. Þá var eldhúsið fært fram í stofu og nýjar lagnir settar í gestasalerni. Hleðslustöð hefur verið sett upp fyrir rafbíl. Eign sem býður upp á möguleika og getur verið laus til afhendingar fljótlega.Allar nánari upplýsingar gefur Heiða, lgf. í síma 779-1929 eða á netfanginu [email protected].Nánari lýsing:Fyrsta hæð: Komið er inn í rúmgóða
forstofu með nýlegum flísum á gólfi og stórum fataskáp fallega máluðum af listamanni, á neðri hæðinni er rými sem nýtt er sem biðstofa í dag og er þaðan innangengt í
vinnustofu (áður bílskúr) sem er einnig með sérinngangi. Hurð inn í garð úr bílskúr/vinnustofu.
Gestasnyrting er á neðri hæð.
Stórt parketlagt
alrými eldhús/stofa/borðstofa með suðvesturgluggum og útgengi á pall og út í garð. Garðurinn er mjög fallegur og skjólgóður og er með 9 fm geymsluskúr.
Teppalagður stigi liggur upp á efri hæð hússins.
Önnur hæð: Á efri hæð er
opið vinnurými og tvö rúmgóð herbergi, eitt með skápum, annað þeirra er með útgengi á stórar suðvestursvalir.
Baðherbergi og þvottaherbergi á efri hæð eru sameinuð í eitt rými, þ.e. tengt er fyrir þvottavél í innréttingu.
Að sögn seljanda þarfnast baðherbergið nokkurar viðgerðar.
Yfir efri hæð er
geymsluloft með glugga og niðurdraganlegum stiga.
Framkvæmdir sem þarf að fara í: Svalir þarfnast múrviðgerða, gler í gluggum komið á tíma, sumir gluggar þarfnast endurnýjunar, suðurveggur á bílskúr/vinnustofu þarfnast viðgerðar.
FASTEIGNAMAT ÁRSINS 2025 ER KR. 104.350.000,-Í lögum um fasteignakaup er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hallir fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga . Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.