Laufásvegur 79, 101 Reykjavík (Miðbær)
239.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
11 herb.
372 m2
239.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1932
Brunabótamat
135.490.000
Fasteignamat
243.850.000

Hallir fasteignamiðlun kynnir kynnir í einkasölu; Laufásvegur 79, 101 Reykjavík. Einstakt tækifæri á að eignast virðulegt hús á besta stað í Reykjavík. Eignin er staðsett í fallegu grónu hverfi og er með útsýni yfir Skerjafjörðinn og víðar. Húsið er byggt árið 1932, teiknað í funkisstíl fyrir Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra og er arkitektinn Ágúst Pálsson sem teiknaði meðal annars Neskirkju og Gljúfrastein. Eignin er á þremur hæðum og er birt stærð 372,0 fm, til viðbótar er koníaksstofa staðsett á hluta þaks, með útgengi út á svalir með frábæru útsýni en koníaksstofan er ekki inn í skráðri fermetratölu hússins. Margt í húsinu er upprunalegt, t.d. korkur á gólfi, gamall kyndiklefi, stigahandrið, fatageymsla í anddyri og fleira sem setur skemmtilegan svip á eignina. Eignin býður upp á mikla möguleika, hægt er að skipta henni upp í þrjár íbúðir, útbúa gistiheimili eða skrifstofur svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að útbúa bílastæði fyrir framan húsið.

Nánari lýsing:

Fyrsta hæð, inngangur er með flísum á gólfi, sér fataherbergi og er innangent þaðan á gestasalerni.
Samliggjandi stofur með upphaflegum korki á gólfum, eldhús með eldri innréttingu, korki á gólfi og viðarpanel á einum vegg, köld geymsla og tvö herbergi
Önnur hæð, samliggjandi stofur með parketi, útgengt er út á svalir frá öðru, eldhús með hvítri innréttingu, baðherbergi með flísalögðu gólfi og hluta af vegg, svefnherbergi með dúk á gólfi, skápum, tvö svefnherbergi með parketi og er útgengt út á svalir frá öðru.
Stigi frá annarri hæð upp í koníaksstofu, tvöföld hurð út á svalir.
Kjallari, ekki er full lofthæð í kjallara, eldri ljósgrá eldhúsinnrétting með parketi á gólfi, gestasalerni, baðherbergi, stofa, herbergi með parketi, gamall kyndiklefi, geymsla inn af, rými með steingólfi.
Frístandandi tæplega 20 fm bílskúr.

Upplýsingar gefa Erlendur Davíðsson löggiltur fasteignasali og verðbréfamiðlari  í síma nr.  8970199 - [email protected] og Heiða Guðmundsdóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali á Hallir fasteignamiðlun s. 779-1929 - [email protected]

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

 
Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun ehf því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.