Hallir Fasteignamiðlun kynnir í einkasölu: Sumarbústað á eftirsóttum stað við Meðalfellsvatn í Kjós. Húsið er timbuhús og er á þremur pöllum. Húsið er 53,2 fm skv. skráningu HMS og er húsið vel staðsett efst í lóðinni. Pallur er í kringum húsið. Byggingarár skv HMS er skráð árið 1999 en byggt var við eldra hús sem er frá um 1974.
Húsið er á þremur pöllum. Komið er inn í litla forstofu. Við tekur salerni, eldhús, og stofa. Gengið er niður í herbergi á neðri palli og gengið upp í herbergi á efri palli. Öll gólf eru parketlögð. Furupanell á öllum veggjum.
Fallegt útsýni er til vesturs. Falleg, skjólgóð lóð með mikum trjágróðri. Frábær staðsetning aðeins um 40 mínutúr frá Reykjavík.Nánari lýsing:Forstofa: Gengið beint inn af palli á litla forstofu
Baðherbergi: Með salerni og vaski. Gluggi er á baðherbergi
Svefnherbergi: á efri og neðri palli.
Eldhús: Furuinnrétting með sambyggðum ofni og helluborði
Stofa: Rúmgóð stofa með góðum glugga.
Geymsla: Lítil geymsla, aðgengileg á norðurhlið hússins
Lóð: Lóðin er leigulóð og miklum trjágróðri hefur verið gróðursettur í gegnum árin á spildunni. Á lóðinni er geymsluskúr og lítill kofi.
Hitaveita er komin upp við húsvegg.
Borið var á húsið að utan og glugga sumarið 2023Nánari upplýsingar veitir Heiða, löggiltur fasteignasali í síma 779-1929 og á netfanginu [email protected].Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.