Bárugata 34, 101 Reykjavík (Miðbær)
64.800.000 Kr.
Fjölbýli/ Þríbýli
3 herb.
67 m2
64.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1928
Brunabótamat
31.150.000
Fasteignamat
52.950.000

Hallir Fasteignamiðlun kynnir í einkasölu virkilega fallega og mikið endurnýjaða 3ja herb 67,6 fm íbúð á jarðhæð, þar af er geymsla 1,8 fm, skv skráningu HMS. Sérinngangur er í íbúðina sem er í fallegu steinsteyptu þríbýlishúsi, byggðu árið 1928 og stendur við Bárugötu 34 í 101 Reykjavík.  Íbúðin er með aukinni lofthæð ásamt stórum gluggum og er því mjög björt og skemmtileg.  Íbúðin var mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum síðan. Gólf voru steypt upp á nýtt og lagðar gólfhitalagnir, skipt um raflagnir, rafmagnstöflu og neysluvatnslagnir. Klóaklagnir undir baðherbergi voru einnig endurnýjaðar.  Baðherbergi var endurnýjað, öll gólfefni, eldhúsinnrétting og tæki og fleira.  Gler og gluggar eru nýjir.  Fallegir extra háir gólflistar, fallegur dyra- og gluggaumbúnaður og gifslistar og rósettur í loftum. 
Húsið hefur fengið gott viðhald undanfarin ár. Sumarið 2021 var farið í múrviðgerðir á öllu húsinu og málað (til bráðabirgða). Einnig var austur- og suðurhlið hússins drenuð og skipt var um allan jarðveg í garðinum fyrir framan húsið. Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum og rólegum stað í gamla vesturbænum þaðan sem stutt er í skóla, leikskóla, verslanir og miðborgina.

Allar nánari upplýsingar veitir Heiða í síma 779-1929 og á netfanginu [email protected].

Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð og með glugga og fatahengi.
Gangur, parketlagður.
Hjónaherbergi, parketlagt
Baðherbergi, með rennihurð við gang er flísalagt í gólf og veggi, vaskskápur og flísalögð sturta með sturtugleri.
Samliggjandi stofur, parketlagðar, bjartar og skiptanlegar. Önnur stofan er nýtt sem  herbergi í dag og var þá léttur veggur reistur á milli eldhúss og stofu. Lítið mál er að fjarlægja vegginn því hann var settur ofan á parketið og opna þar með aftur á milli eldhúss og borðstofu.
Eldhús, parketlagt og hægt að opna við borðstofu, gluggi til austurs og fallegar nýjar gráar innréttingar með litlum vínkæli og nýjum tækjum.

Á hæðinni er sameign sem innangengt er í úr íbúðinni:
Sér geymsla, undir stiga.
Sameiginlegt þvottaherbergi, með gluggum, útgengi á lóð og sér tenglum fyrir hverja íbúð.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.