Hallir Fasteignamiðlun kynnir í einkasölu: Mjög bjarta og fallega 4herb endaíbúð að Grandavegi 7, Reykjavík. Íbúðin sem er á efstu hæð "penthouse", skartar fallegu útsýni og er skráð 97,1 fm skv skráningu HMS, en þar sem hluti íbúðar er undir súð er gólfflötur nær 110 fm. Sérgeymsla (6 fm.) á jarðhæð fylgir íbúðinni og er hún ekki inní fermetratölu HMS. Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu er íbúðin skráð 109,4 fm en 6 fm geymslan er ekki inn í þeim fermetrafjölda. Íbúðin er á tveimur hæðum og skiptist í baðherbergi, tvö svefnherbergi, eldhús og stofu/borðstofu í alrými, á neðri hæð en á efri hæð er stórt rými þar sem mætti bæta við þriðja herberginu. Á neðri hæð eru rúmgóðar suðursvalir með stórri rennihurð úr gleri sem setur skemmtilegan svip á rýmið ásamt því að mikil lofthæð er í alrýminu. Húsið er steypt og er byggt árið 1990 og hefur það fengið gott viðhald í gegnum árin. Vinsæl staðsetning þar sem stutt er í margþætta þjónustu og skóla og í göngufæri við miðbæinn.Nánari lýsing eignarinnar:
Anddyri góður skápur
Eldhús/stofa/borðstofa í alrými, með aukinni lofthæð, parketi á gólfi og útgengi út á stórar suðursvalir. Í eldhúsinu er m.a. SMEG eldavél með 6 brennurum frá 2018, vínkælir, steypt borðplata á staðnum. Rýmið er einstaklega bjart og skartar stórum gluggum og fallegu útsýni.
Baðherbergi með flísum á gólfi og hluta af vegg, sturtu, baðkari og þvottaaðstöðu. Gluggi er á baðherbergi.
Tvö svefnherbergi eru á neðri hæð með parketi á gólfi og skápum.
Efri hæðin er með 30 fm parketlögðum gólffleti og er í dag sjónvarpsstofa en auðvelt að bæta við öðru svefnherbergi þar. Fallegur viðarstigi er á milli hæða.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Framkvæmdasaga skv upplýsingum seljanda2024 Þakgluggar endurnýjaðir í borðstofukrók
2024 Nýr innbyggður vínkælir settur upp í eldhúsi
2023 Parket pússað upp og lakkað af fagaðilum á neðri hæð.
2022 Ofnar yfirfarnir í íbúð og í sameign og settir nýjir þrýstijafnarar
2020 Sameign máluð, vegg og loft, ásamt því að gluggakarmar voru pússaðir og lakkaðir.
2017 Húsið (þak, svalir og útveggir) var yfirfarið, málað og lagfært þar sem þörf var á. Nánari upplýsingar veitir Heiða löggiltur fasteignasali í síma 7791929 eða [email protected].Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.