Laugavegur 62, 101 Reykjavík (Miðbær)
57.700.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
65 m2
57.700.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1979
Brunabótamat
31.700.000
Fasteignamat
55.500.000

Hallir Fasteignamiðlun kynnir í einkasölu 2 herb íbúð á efstu hæð (þriðju) við Laugaveg 62, 101 Reykjavík. Íbúðin er 65,7 fm skv skráningu HMS og var upphaflega hluti af einni íbúð, sjá meðfylgjandi fyrir og eftir teikningar hvar íbúðinni hefur í dag verið skipt upp í 2 herb- og studio íbúð. Íbúðin var áður 3 herb og auðvelt er að bæta við auka herbergi. Íbúðin hefur nýlega verið uppgerð en frágangvinna er eftir.  Skjólgóðar svalir eru á bakhlið hússins. Húsið er steypt og var byggt árið 1978. Húsið var nýlega múrað og málað að utan, skipt var um glugga og gler þar sem þörf var á og þak yfirfarið og lagfært. Inngangur að íbúðinni er frá Vitastíg. Góð staðsetning á Laugaveginum þar sem stutt er í sundlaug, skóla og margþætta þjónustu, verslanir, veitingastaði og allt það sem miðbær Reykjavíkur hefur upp á að bjóða. Afhending er við kaupsamning.

Allar nánari upplýsingar veitir Heiða í síma 779-1929 og á netfanginu [email protected].

Nánari lýsing
:
Sameiginlegur inngangur
2 herbergja íbúð/ var áður 3 herbergja íbúð og auðvelt er að bæta við auka herbergi, sjá meðfylgjandi teikningu.
Komið er inn í mjög bjart alrými 
Nýleg eldhúsinnrétting, ísskápur og uppþvotavél geta fylgt.
Baðherbergi er nýlega endurnýjað, með flísum á gólfi og hluta af vegg, upphengdu klósetti og baðkari með sturtuaðstöðu.
Aðstaða fyrir þvottavél er innan íbúðar.
Svefnherbergi með útgengi út á svalir.
Steypt gólf er á alrými og herbergi.
Studio íbúðin er einnig til sölu og því er hægt að kaupa báðar íbúðirnar. Heildarfermetrar eignarinnar yrðu þá 108,0 fm og ásett verð 84.600.000,- kr

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.