Ásbraut 13, 200 Kópavogur
73.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
5 herb.
121 m2
73.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1966
Brunabótamat
53.800.000
Fasteignamat
72.000.000

Hallir Fasteignamiðlun kynnir í einkasölu: Mjög vel skipulagða og fallega 5herb endaíbúð að Ásbraut 13, Kópavogi. Íbúðin er á efstu hæð (þriðju) og er 121.2 fm skv skráningu HMS, ca 5 fm sér geymsla í sameign fylgir íbúð og er hún ekki inn í fermetratölu íbúðar.  Húsið er byggt 1966 og er Steni klætt fjölbýli. Íbúðin er hönnuð af Sigríði Arngrímsdóttur arkitekt, og nýtist allt rými í íbúðinni mjög vel. Íbúðin samanstendur af fjórum svefnherbergjum, sér þvottahúsi/búri innan íbúðar, tvennar svalir sem snúa í suður annarsvegar og austur hinsvegar, stóru eldhúsi og stofu/borðstofu.  Mjög góð staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu, verslanir og útivist. Stutt er í skóla, bókasafn, kirkju og Gerðasafn. Einnig er sundlaug Kópavogs, Nauthólsvík, Öskjuhlíð og Kópavogsdalur í göngufæri.
Nýlega var þakið málað ásamt því að það var hellulagt og steypt meðfram blokkinni, tröppur við aðalinngang múraðar og ruslageymsla máluð og dren voru tekin.

Nánari lýsing eignarinnar:

Forstofa,með góðum fataskáp
Hol, Til vinstri er svefnherbergisgangur og til hægri stofa.
Rúmgóð stofa/borðstofa, úr stofu er útgengi á suð/vestur svalir. Ný svalahurð.
Eldhús með IKEA innréttingu eik og hvítt harðplast, nýleg eldunartæki. Innaf eldhúsi er búr og þvottahús.
Hjónaherbergi með góðum skápum.
Baðherbergi með baðkari, innréttingu, upphengt WC og er baðherbergið flísalagt að hluta.
Þrjú barnaherbergi án skápa.
Svefnherbergisgangur sem er rúmgóður og auðvelt að nýta sem vinnuaðstöðu með útgengi á austursvalir. Ný svalahurð.
Gólfefni á svefngangi og herbergjum eru harðparket.
Golf í íbúð eru flotuð og lökkuð nema þar sem annað er tekið fram.

Í snyrtilegri sameign er sérgeymsla íbúðarinnar, sameiginleg hjóla og vagnageymsla, dekkjageymsla, og sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi.

Nánari upplýsingar veitir Heiða löggiltur fasteignasali í síma 7791929 eða [email protected].

Forsendur söluyfirlits: 

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.