Hallir Fasteignamiðlun kynnir í einkasölu: Bjarta og vel skipulagða 4ja herb sérhæð að Efstasundi 92,104 Reykjavík. Íbúðin er á fyrstu hæð og er með sérinngangi. Skv skráningu HMS er eignin alls 108,9 fm og er 3,1 fm geymsla inn í þeirri fermetratölu. Húsið er steypt og er byggt árið 1951. Íbúðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, baðherbergi og mjög björtu og rúmgóðu alrými sem er stofa, eldhús og borðstofa.
Íbúðin var endurnýjuð árið 2022, nýjar innréttingar ásamt tækjum og gólfefni.
Nýlega var drenað í kringum húsið og þakið lagfært. Rafmagn tekið ásamt því að rafmagnstaflan var endurnýjuð, neysluvatnslagnir og skólplagnir nýlegar út í brunn.
Mjög góð staðsetning í þessu sívinsæla hverfi þar sem stutt er í þjónustu, skóla verslanir og út á stoðbraut.
AFHENDING ER VIÐ KAUPSAMNINGNánari lýsing eignarinnar:Forstofa, með parketi á gólfi og fatahengi
Rúmgóð stofa/borðstofa og eldhús í alrými, parket á gólfi, snyrtileg IKEA innrétting með flísum á milliskápa, pláss fyrir uppþvottavél.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og góðum skápum.
Baðherbergi með sturtu, innréttingu, upphengt WC og er baðherbergið flísalagt að hluta, gluggi.
Tvö herbergi með parketi á gólfi
Svefnherbergisgangur sem er rúmgóður og auðvelt að nýta sem vinnuaðstöðu með parketi á gólfi
Í sameign er sérgeymsla íbúðarinnar og sameiginlegt þvottahús.Ath sú breyting hefur orðið á íbúðinni skv teikningu er að eldhús er orðið að svefnherbergi og er eldhúsið núna staðsett í alrými ásamt stofu og borðstofu,Nánari upplýsingar veitir Heiða löggiltur fasteignasali í síma 7791929 eða [email protected].
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.