Stekkholt 20, 750 Fáskrúðsfjörður
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
238 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
102.250.000
Fasteignamat
46.950.000

Hallir Fasteignamiðlun kynnir í einkasölu mjög reisulegt og vel skipulagt bjálkahús, sem rekið er sem gistiheimili, ásamt  stórum sérstæðum bílskúr, á einstöku útsýnisstað. Steinsteyptur grunnur er undir húsinu og er fyrsta gólf er með viðargólfborðum Gistihúsið er í fjölskyldueigu og er á Fáskrúðsfirði sem er við austurströnd Íslands. Húsið stendur upp í hlið og þaðan er mikð útsýni í allar áttir. Húsið stendur við enda götu í efstu götuna í hverfinu. Þrefalt gler er í öllu húsinu.
Á neðri hæð er eldhús og stofa í alrými með útgengi út á stóra verönd, baðherbergi með sturtuaðstöðu, stórt svefnherbergi með útgengi út á stóra verönd, annað minna herbergi, fostofa og stórt þvottahús með útgengi út í garð.
Efri hæð skiptist í þrjú rúmgóð svefnherbergi og þau eru öll með handlaug, þar af er eitt herbergi með útgengi út á svalir. Rúmgott baðherbergi með sturtuaðstöðu.
Bílskúrinn er 80,3 fm og er með heitu og köldu vatni. Hægt er að nýta bílskúrinn undir fleiri gistirými eða útbúa lítið einbýlishús.
Leitast var við að innrétta húsnæðið í hlýlegum og heimilislegum sveitastíl sem hefur fallið vel í kramið hjá ferðalöngum.
Stór heimreið fyrir framan hús með nægum bílastæðum. Stór viðhaldslítill garður, eignin er umkringd trjám sem mynda skemmtilega umgjörð kringum húsið ásamt stórkostlegu útsýni til allra átta . Húsið er nokkuð nýlegt og hefur fengið ágætt viðhald í gegnum árin.
Verslanir og veitingastaðir eru í 10 mínútna göngufjarlægð og fallegar gönguleiðis liggja í kring um húsið. Reyðarfjörður er í 20 mínútna akstursfjarlægð.
Hægt er að semja um að húsgögn og búnaður fylgir eigninni. 
Heildarflatamál hússins er 238,50 fm, þar af er bílskúr 80,3 fm skv skráningu í fasteignayfirliti HMS. Fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 58.750.000,-.


Bókið skoðun og fáið allar frekari upplýsingar hjá Heiðu Guðmundsdóttur, hdl., löggiltum fasteignasala í síma 779-1929  og á netfanginu [email protected]

Nánari lýsing:
Neðri hæð

Forstofa með viðarparketi.   Skápar í ljósum lit. Forstofan opnast við stofu, gengt í elhús og inn í borðstofu. 
Gengi er úr forstofunni inn í snyrtingu með sturtu. Þar er opnalegur gluggi. Hvítur vaskur og viðargólf. 
Gengt er inn í herbergjagang með viðargólfborðum. Þar er ,,box" herbergi og innar er hjónaherbergi. 
Úr holi er gengt í borstofu sem er með vesturgluggum. Þar inni er kamína.
Út af borðstofunni, er gengt út í sólskála. Þaðan er gengt út stóra á verönd sem snýr í vestur og liggur meðfram húsinu sunnan megin og í austur. Þar er mikið útsýni yfir fjörðinn, og fjöllin. 
Eldhús sem er notalegt með viðargólfborðum, hvít innréting með viðarborðplötu. Uppþvottavél er í innréttingu. barskenkur við enda innréttingar. Gluggar þar snúa í austur og suður. Gott útsýni þaðan. 
Gengt er úr holi inn í þvottahús. Þar er steingólf. Tengt er fyrir tvottavél og þurrkara. Tæki  geta fylgt með. 
Tengigrind fyrir vatn og rafmagn inn í þvottahús. Tvennir gluggar opnalegir. 
Rafhitakútur er staðsettur í þvottahúsi Hiti er í gólfi á fyrstu hæð en vatnsofnar uppi á annari hæð. 
Gengt er út úr þvottahúsi, út á plan og yfir í bílskúr.

Efri hæð:
Innaf holi er gengt upp á loft upp viðarstiga, með tveimur beyjum og þar upp á pall. 
Þar er risloft og frekar hátt til lofts. 
Herbergi snýr út að sjó í suður. Þar er gott pláss, vaskur og góður gluggi sem er opnalegur. Gott útsýni yfir fjörðin. 
Minna herbergi, með glugga. Þar vaskur og hægt að hafa tvenn rúm. 
Stórt herbergi með kvisti. Þar má tengja kamínu við reykháf. Gent úr út herberginu á suður ,inndregnar svalir með skemmtilegu útsýni yfir fjörðinn og fjallasýn. Vaskur og hengi. 
Hol með kvisti. Þar loftplata yfir sem nýtt er sem geymsla. 
Innaf holi er fataherbergi og þar innaf er snyrting og stutra. Tengja má þetta rými við stóra herbergið. 

Bílskúr: Sér inngangur  að sunnanverðu en inn í hann er stór innkeyrsluhurð af vestanverðu plani. 
Steingólf er á allri fyrstu hæð. Bæði heitt og kalt vatn íer til staðar í skúrnum. 
Nánari lýsing bílskúrs:
Komið er inn í forstofu. Gent inn í tækjaherbergi, upp á loft og inn í aðalrými bílskúrs.  
Í tækjaherbergi er aðalrafmagstafla, hitakútur, vaskur og klósett. Hitastýring á vegg fyrir gólfhita. 
Efra loft eru með viðarborð á gólfi. Risherbergi innaf því. 

Til er lager af góllistum, panel og fl. fyrir húsið, sem geymt er í bílskúrnum og fylgir með.
Aðstaða til að vinna að handverki. Þar er t.d. góð smíðaaðstaðstaða.
Lóðin við húsið af ofanverðu er malarplan. Þar undir eru frárennslis- og neysluvatnslagnir. 
Lóðin að neðan er með töluverðum trjágróðri. Lækur rennur meðfram húsinu og út í sjó.
Eldiviðageymsla er í garðinum.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun ehf því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.