Rauðarárstígur 3, 105 Reykjavík (Austurbær)
54.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
49 m2
54.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1946
Brunabótamat
19.850.000
Fasteignamat
41.750.000

Hallir Fasteignamiðlun kynnir í einkasölu hlýlega 3ja herb íbúð á efstu hæð við Rauðarárstíg 3, 101 Reykjavík.  Róleg og góð staðsetning í austurhluta miðbæjar Reykjavíkur, en húsið er staðsett nærri horni Rauðarárstígar og Bríetartúns. Íbúðin er 49,7 fm skv skráningu HMS en þar sem íbúðin er að hluta til undir súð er grunnflötur íbúðar mun stærri en opinber skráning segir til um, eða tæplega 70 fm. Íbúðin er rúmgóð og nýtast öll rými mjög vel. Íbúðin skiptist í baðherbergi með þvottaaðstöðu, eldhús með stæði fyrir uppþvottavél í innréttingu, stofu með útgengi út á svalir og tvö svefnherbergi. Húsið er steypt og var byggt árið 1946 með sameiginlegum grónum bakgarði.
Aðkoman að húsinu er öll hin snyrtilegasta. Það styttist í að framkvæmdum á svæðinu í kringum Hlemm fari að ljúka. Gert er ráð fyrir góðri aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hið nýja Hlemmtorg mun skarta gróðri, setsvæðum, hjólastæðum og óformlegum leikrýmum auk þess sem gert verður ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið út í göturýmið. Einnig verða útbúin stæði fyrir fatlaða, rafhleðslustæði og leigubílastæði
Allar nánari upplýsingar veitir Heiða í síma 779-1929 og á netfanginu [email protected].

Nánari lýsing:

Sameiginlegur inngangur
Forstofa 
flísar á gólfi og fatahengi.
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni. Hjónaherbergið er rúmgott með tveimur þakkgluggum, sérsmíðaðir bókaskápar fylgja. Barnaherbergið er minna með einum glugga. 
Eldhús er rúmgott og var endurnýjað árið 2010, innrétting og tæki ásamt því að sér rafmagnstafla var sett upp fyrir eldhúsið. Uppþvottavél og ísskápur fylgja með.
Stofa er við hlið eldhússins og tengjast rýmin saman með opnun á hluta veggs á milli stofu og eldhúss. Útgengi er út á svalir frá stofunni. Svalahurðin var endurnýjuð 2014.
Baðherbergi var endurnýjað árið 2022, með flísum á gólfi og hluta af vegg, upphengdu klósetti og baðkari með sturtuaðstöðu. Opnanlegur gluggi er í baðherberginu.
Aðstaða fyrir þvottavél er í innréttingu en einnig er stæði fyrir þvottavél í sameiginlegu þvottahúsi í kjallara. 
Geymsla. Mikið geymslupláss er undir súð í báðum herbergjunum.
Gólfefni íbúðar var endurnýjað árið 2022. 

Framkvæmdasaga
Skipt var um lagnir að hluta 2017, það sem var ekki endurnýjað þá hefur verið endurnýjað sl. 10 ár.
Þak var yfirfarið og lagfært vorið 2016. 
Húsið var steinað og málað að utan 2013 eða 2014.
Þá var sameignin var tekin í gegn í kringum 2010 eða 2011.

FASTEIGNAMAT ÁRSINS 2024 ER KR. 41.750.000,-

Forsendur söluyfirlits: 

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Hallir Fasteignamiðlun því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.